Mótanefndin vill þakka öllum keppendum vetrarleikana þann 15. mars kærlega fyrir þátttökuna og jafnframt óska sigurvegurum til hamingju með árangurinn.
Þetta var skemmtilegt mót sem byrjaði á skráningu um morguninn og komu margir við og fengu sér vöflur og heitt súkkulaði.
Þulur mótsins var Sigrún Sigurðardóttir
Mótið var sett kl 12 inni í Lýsishöllinni og var byrjað á pollum teymdum.
Það voru þau:
- Birkir Hliðkvist Guðjónsson og Kjarkur frá Votmúla
- Urður Atladóttir og Nasi frá Syðra Skörðugili
- Greta Sofia Porricelli og Grunnur frá Múlavatni
Á eftir þeim komu svo pollar ríðandi en það voru:
- Helena Teitsdóttir og Kráka frá Gullbringu
- Júlíus Helgason og Prins frá Helgatúni
- Embla Siren Matthíasdóttir og Gróði frá Naustum
Beint á eftir komu svo börn minna vanir. Úrslit voru eftirfarandi
- Líf Einarsdóttir Isenbugel og Hugrún frá Blesastöðum
- Oliver og Glæsir frá Traðaholti
- Jóhanna Lea Hjaltadóttir og Jarl frá Gunnarsholti
Börn meira vanir
- Helga Rún Sigurðardóttir og Fölski frá Leirubakka
- Elísabet Emma Björnsdóttir og Aðgát frá Víðivöllum
- Valdís Mist Eyjólfsdóttir og Óskar frá Litla Garði
- Sólbjört Elvíra Sigurðardóttir og Neisti frá Grindavík
- Emilía Íris Ívarsdóttir og Bjarmi frá Akureyri
- Alexander Þór Hjaltason og Ópera frá Hestasýn
Þegar börn voru búin var farið út á kynbótavöll þar sem ungmenni og fullorðnir meira og minna vanir kepptu. Fóru leikar eftirfarandi.
Ungmenni
- Sigurbjörg Helgadóttir og Gosi frá Hveragerði
- Íris María Stefánsdóttir og Þráður frá Hrafnagili
- Katrín Dóra Ívarsdóttir og Óðinn frá Hólum
- Hafdís Ragnheiðardóttir og Flóki frá YtraSkörðugili II
Fullorðnir minna vanir
- Gunnar Steinn Sigurðsson og Silfra frá Kjóastöðum III
- Unnur Sigurþórsdóttir og Haukur frá Hjarðalandi
- Hedda Jidenholm og Hljómur frá Mykjunesi
- Helga Bogadóttir og Þytur frá Syðri Brúnavöllum
- Erla Guðmundsdóttir og Gyðja frá Viðvík
Fullorðnir meira vanir
- Hrefna María Ómarsdóttir og Kopar frá Álfhólum
- Hrafnhildur Jónsdóttir og Baldur frá Hæli
- Gunnhildur Sveinbjarnadóttir og Kóngur frá Korpu
- Margrét Löf og Óskameistari frá Kópavogi
- Henna Siren og Tinna frá Strandarhöfuð
Mótanefndinn þakkar kærlega fyrir daginn og viljum við minna ykkur á Firmakeppni Fáks Sumardaginn fyrsta þann 24. apríl næstkomandi