Það verður nóg um að vera í hópreiðum á næstunni. Á laugardaginn (30. apríl) koma hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu saman í hópreið um miðbæ Reykjavíkur. Það er sérstök tilfinnig sem fylgir því að ríða frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg, um Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og niður á Austurvöll þar sem verður stoppað. Við hvetjum alla til að koma með og njóta þess að við hestamenn “eigum” miðborgina á þessum tíma og heiðra okkar indæla hest,  en það er ótrúlega stutt í tíma sem hann var á þessum slóðum alsráðandi.

Hlégarðsreið verður svo farin laugardaginn 7. maí. Lagt verður af stað frá TM-Reiðhöllinni kl:13:00 og riðið yfir Hólmsheiðina og hitt hressa Harðarmenn á miðri heiðinni. Síðan verður riðið í Hlégarð þar sem borðin svigna undan kökum og meðlæti að hætti Harðarmanna.

Gaman væri að sjá sem flesta í glaða hestamenn í þessum skemmtilegu en ólíku reiðtúrum.