Litla Fáksmótið verður haldið helgina 5.-7. júní (dagskrá fer eftir skráningu). Mótið er eingöngu fyrir Fáksfélaga og verður sú nýbreytni á mótinu að 2. flokki er getuskipt í meira og minna vanir. Ekki verða riðið B – úrslit en það verða sjö sem fara beint í A-úrslit í hverjum flokki. Börn og unglingar keppa í sama flokki en ungmenni með fullorðnum.

Keppt verður í eftirtöldum greinum (ef næg þátttaka næst):

Tölt T3 í 1. flokki og 2. flokki og verður 2. flokki (getuskipt í minna og meira vanir keppendur) og unglingaflokki.

Fjórgangur V2 í 1. flokki og 2. flokki og verður 2 flokki (getuskipt í minna og meira vanir keppendur) og unglingaflokki.

Fimmgangur F2 í 1. flokki og 2. flokki

100 m skeið (minna vanir og meira vanir)

T4 (slaktaumatölt) opinn flokkur fyrir alla.

Skráningargjöld eru kr. 3.000 á grein.

Skráning verður auglýst á næstu dögum og hvetjum við alla til að skrá og hafa gaman að.