Líflandsmót Fáks var haldið 1. maí síðastliðinn og heppnaðist það mjög vel. Þetta var góður dagur til að halda innimót þar sem rigningin var heldur blaut utandyra. Knapar voru einbeittir og sýndu fallegar sýningar. Til hamingju knapar með gott mót, þið sýnduð góðan keppnisanda og eigið hrós skilið fyrir stundvísi, snyrtimennsku og fagmennsku.

Keppt var í fjórgangi og tölti barna, unglinga og ungmenna, einnig var pollaflokkur sem stóð sig vel. Framtíðin er greinilega björt í hestamennskunni hjá þessum flottu knöpum.

Við viljum þakka Líflandi fyrir góðan stuðning. Æskulýður hestamanna er heppinn hvað Lífland hefur stutt æskulýðsstarfið vel í vetur og á mikið hrós skilið. Lífland gefur alltaf glæsileg þátttökuverðlaun og var það Thelma Rut Davíðsdóttir sem var sú heppna.

Æskulýðsdeild Fáks vill þakka dómurum, sjálfboðaliðum, knöpum og foreldrum fyrir gott mót 🙂

https://www.facebook.com/events/425452447824661/?active_tab=discussion

 

TÖLT T3
Unglingaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kristófer Darri Sigurðsson Von frá Bjarnanesi Sprettur 6,72
2 Aron Freyr Petersen Adam frá Skammbeinsstöðum 1 Fákur 6,17
3 Kristrún Ragnhildur Bender Dásemd frá Dallandi Hörður 6,06
4 Hrund Ásbjörnsdóttir Frigg frá Leirulæk Fákur 5,94
5 Sunna Dís Heitmann Hásteinn frá Hrafnkelsstöðum 1 Sprettur 5,83
6 Ævar Kærnested Huld frá Sunnuhvoli Fákur 5,61
Barnaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Guðný Dís Jónsdóttir Roði frá Margrétarhofi Sprettur 6,78
2 Heiður Karlsdóttir Ómur frá Brimilsvöllum Faxi 6,56
3 Glódís Líf Gunnarsdóttir Töffari frá Hlíð Máni 6,06
4 Selma Leifsdóttir Brimill frá Þúfu í Landeyjum Fákur 6
5 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir Drift frá Efri-Brú Fákur 5,94
6 Jóhanna Ásgeirsdóttir Rokkur frá Syðri-Hofdölum Fákur 5,39
TÖLT T7
Barnaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Matthías Sigurðsson Biskup frá Sigmundarstöðum Fákur 6,08
2 Helena Rán Gunnarsdóttir Kornelíus frá Kirkjubæ Máni 6,08
3 Kristín Karlsdóttir Einar-Sveinn frá Framnesi Fákur 5,75
4 Anika Hrund Ómarsdóttir Nn frá Álfhólum Hörður 5,08
5 Óli Björn Ævarsson Hamfari frá Hvammi III Fákur 4,58
FJÓRGANGUR V2
Ungmennaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Viktor Aron Adolfsson Stapi frá Dallandi Sörli 6,8
2 Kristín Hermannsdóttir Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti Sprettur 6,2
3 Lara Alexie Ragnarsdóttir Valdemar frá Marteinstungu Hörður 5,53
4 Bergþór Atli Halldórsson Nótt frá Syðri-Rauðalæk Fákur 5,5
Unglingaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kristófer Darri Sigurðsson Von frá Bjarnanesi Sprettur 6,5
2 Hrund Ásbjörnsdóttir Frigg frá Leirulæk Fákur 6,1
3 Kristrún Ragnhildur Bender Dásemd frá Dallandi Hörður 6,1
4 Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir Kvistur frá Strandarhöfði Hörður 5,97
5 Thelma Rut Davíðsdóttir Fálknir frá Ásmundarstöðum Hörður 5,93
6 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga Hörður 5,5
Barnaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Glódís Líf Gunnarsdóttir Töffari frá Hlíð Máni 6,1
2 Guðný Dís Jónsdóttir Fleygur frá Garðakoti Sprettur 6
3 Selma Leifsdóttir Brimill frá Þúfu í Landeyjum Fákur 5,87
4 Helena Rán Gunnarsdóttir Kornelíus frá Kirkjubæ Máni 5,77
5 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir Drift frá Efri-Brú Fákur 5,6
6 Heiður Karlsdóttir Hávarður frá Búðarhóli Faxi 5,27