Boðað er til kynningarfundar kl. 20:00 í félagsheimili Fáks, þriðjudaginn 13. sept um Meistaradeild fyrir unga knapa.
Undirbúninganefnd hefur skilað af sér tillögum að deildinni og verður hún liða- og einstaklingskeppni fyrir afreksknapa á aldrinum 13-18 ára (síðasta ár í barnaflokki, unglingaflokkur og fyrsta árið í ungmennaflokki).
Nánari fyrirkomulag verður kynnt á fundinum og eru ALLIR áhugasamir hvattir til að mæta sem og foreldrar og forráðamenn.