Hin árvissa kvennareið verður farin á föstudagskvöldið (16. maí). Farið verður í reiðtúr í rólegheitunum með góðum stoppum, sungið og haft gaman saman. Lagt verður af stað frá Reiðhöllinni kl. 19:00 og geta allar komið með (riðið rólega).

Matur verður svo í Reiðhöllinni á eftir  en þar verður boðið upp á grillað lambakjöt. Verð í matinn er kr. 2.000

Það koma svo trúbratorar sem ætla að syngja og tralla með okkur.

Sjáumst 🙂