Besta skemmtun ársins er framundan því kvennakvöld Fákskvenna verður laugardaginn 1. mars nk. Þemað verður “PÖNK” Veiskustjóri er Bryndís Ásmunsdóttir, happdrætti, skemmtiatriði og DJ Fox sér um diskóstuðið. Miðasalan fer fram 22. febr. og hefst kl.  níu í félagsheimilinu. Einnig verða miðar seldir þann  27. feb. frá kl. 18-19 ífélagsheimilinu.
Miðaverð er kr. 7,900.- og er herramiðinn innifalinn. Pönk kveðjur frá kvennadeildinni sem er þessa dagana að fórna sér fyrir málsstaðinn og láta setja í sig nælur í varir, hringi í nef og augabrúnir og fleira sem er ekki birtingarhæft.