Þeir félagar Konsert frá Hofi og Jakob S Sigurðsson mæta á Stórsýningu Fáks um næstu helgi.

Konsert þarf vart að kynna fyrir hestamönnum en hann stóð efstur í flokki 4 vetra stóðhesta á Landsmóti 2014 á Hellu. Hann setti heimsmet er hann hlaut 8,72 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,48 fyrir sköpulag og hvorki meira né minna en 8,88 fyrir hæfileika. Foreldrar hans eru Ómur frá Kvistum og Kantata frá Hofi.

Það verður sannkallað augnakonfekt að sjá þá félaga dansa í takt um salinn á laugardaginn.