Á Íslandsmótinu verða allir hestar í hringvallargreinunum í fullorðisflokki að mæta í dýralæknaskoðunina “Klár í keppni” (T1, T2, F1 og V1).  Dýralæknir skoðar hrossin og fer sú skoðun fram milli  kl. 13:00 og 17:00 á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Um helgina eiga úrslitahestar í fullorðinsgreinum að mæta í skoðun frá kl. 10:00 – 14:00 Staðsetning og nánari upplysingar verða auglýst á morgun.