Þriðjudagskvöldið 5. desember n.k. mun fjölskyldan á Sunnuhvoli og fræðslunefnd Sleipnis, bjóða til sýnikennslu í tamningum og þjálfun hesta á mismunandi stigum. Sýnikennslan fer fram á Sunnuhvoli í glæsilegri aðstöðu sem fjölskyldan hefur byggt sér upp og hefst kl. 20:00.

Á staðnum verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur og saman ætlum við að mynda skemmtilega aðventustemmningu. Við fáum að njóta fræðandi kennslu fjölskyldunnar sem þekkt er fyrir árangur sinn í keppni á undarförnum árum. Fræðslunefnd Sleipnis þakkar kærlega fyrir þetta frábæra framlag Sunnuhvols til fræðslustarfs í Sleipni og vonar að hestafólk á svæðinu láti þetta tækifæri ekki framhjá sér fara.

ATH: það þarf að skrá sig á viðburðinn til að áætla fjölda.