Skráningu er lokið á Íslandsmótið og það er ljóst að nær allir “sterkustu hestarnir (og knaparnir) munu etja kappi á félagssvæði Fáks. Það eru um 500 keppendur á mótinu og skráningar um 730 talsins. Mótið hefst miðvikudaginn 23. júlí og mun nánari dagskrá og þátttakandalisti birtast fljótlega.

Veðurguðurnir eru klárir svo við hlökkum til að sjá sem flesta á Íslandsmótinu.