Hin árlega Hlégarðsreið verður farin í dag (laugardag) og ætlum við Fáksmenn þá að “fjölmenna” og ríða í hið margrómaða kaffihlaðborð þeirra Harðarmanna í Mósó. Lagt verður af stað frá TM-Reiðhöllinni stundvíslega kl. 13:00 oog verður sérstök leiðsögn fyrir þá sem ekki hafa riðið út úr Víðidalnum í nokkur ár og eru kannski hræddir um að rata ekki heim 🙂
Ferðahraða verður stillt í hóf og áð oft segja farastjórar Ómar  og Þorri.
Við viljum endilega hvetja sem flesta til að slást í hópinn með skemmtilegu fólki og eiga góða stund með Harðarmönnum.