HVAÐ ER HESTANUDDARI/SJÚKRAÞJÁLFARI?

Hestanuddari metur og meðhöndlar hesta sem orðið hafa fyrir skaða eða meiðslum eða sýna merki um einhvers konar vandamál í hreyfingum eða frammistöðu.

Hestanudd eða hestameðferð sameinar hreyfigreiningu og þekkingu á líffæra- og stoðkerfi hestsins til að koma auga á þau vandamál sem geta verið til staðar og getu til að finna hugsanlegar lausnir og meðferðir.

Í náminu hef ég fengið víðtæka þjálfun í að greina og meta meiðsli eða vandamál, sérstaklega í mjúkvefjum (t.d. vöðvum) og stoðkerfinu, sem geta svo leitt til heltis eða annarra vandamála í hreyfigetu hestsins.

Með því að nota fjölbreyttar aðferðir og geta gert alhliða mat á ástandi hestsins get ég gefið fagmannlega þjónustu við hest og eiganda til að veita hestinum bestu möguleika á að vera í sínu besta líkamlega ástandi og framkvæma það sem til er af honum ætlast.

Ég nota ýmsar aðferðir í minni meðhöndlun, byggt á þörfum hvers og eins. Meðal þess sem ég býð upp á er: almennt nudd, sjúkranudd, hnykkingar, teygjur, þrýstipunktameðferð (trigger point therapy, sjúkraþjálfun, endurhæfingu og acupressure. Ekki síst er ég tilbúin að veita fræðslu og ráðgjöf ef þess þarf.

Verð:

  • Fyrsti meðferðartími (90 mín) : 7.000 kr
  • Eftirmeðferð (60 mín) : 6.000 kr.

Tímabókanir: 8885052 / hestanuddogheilsa@gmail.com eða facebook: https://www.facebook.com/hestanuddogheilsa/ [1]

Hlakka til að heyra frá ykkur 🙂

Kær kveðja, Auður