Félagsmenn eru beðnir um að huga að hestakerrum á kerrustæðinu og öðrum lausum munum sem kunnu að vera í kringum hesthúsin fyrir óveðrið seinna í dag. Mjög margar kerrur fuku í veðrinu á aðfaranótt þriðjudags og ollu tjóni á öðrum kerrum því er nauðsynlegt að huga vel að kerrunum (og öllum lausum munum) og koma þeim í skjól fyrir veðrið sem skellur á seinna í dag.  Þeir sem vilja geta fengið að setja kerrurnar sínar í norðurenda Reiðhallarinnar á milli kl 12 og 15 í dag.

Þar sem veðrið á að vera verst frá ca. 16:30 – 19:30 mun Reiðhöllin loka snemma í dag eða kl 16:00.