Fyrir dyrum standa Hestadagar. Þeir hefjast með formlegum hætti fimmtudaginn 3. apríl kl. 19:00 við Hörpuna. Dagskrá kvöldsins þar verður með þessum hætti:

  • Kl: 19:00 – Fultrúar félaga á höfuðborgarsvæðinu koma ríðandi að Hörpu með fána sinna félaga og formlega tekið á móti gestum með fordrykk í anddyri Hörpu. Hestadagar settir formlega.
  • Kl: 20:00 – Hestaat í Hörpu. Hér leiða saman hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum. Boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Íslenski hesturinn verður skoðaður frá öllum hliðum og rifjuð upp rysjótt sambúð hans við ótamin náttúruöfl og brokkgenga þjóð.

 

Miðinn á Hestaatið kostar kr. 4.000 á midi.is. LH langar hins vegar að bjóða hestamönnum betri kjör eða miðann á kr. 3.500 ef 10 manns eða fleiri taka sig saman og panta miða sem hópur. Þá verða miðakaupinn að fara í gegnum skrifstofu LH, hilda@landsmot.is. Tilboðið gildir til þriðjudagsins 1. apríl.

Allir að mæta á skemmtilegan viðburð.