Framundan eru Hestadagar í Reykjavík og hefjast þeir fimmtudaginn 3. apríl og enda á ísmótinu Allra sterkustu þann 5. apríl nk. Að venju verður hópreið um miðbæ Reykjavíkur og verður riðið sama leið og í fyrra (laugardaginn 5. apríl). Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði sem þessi miðbæjarreið er, enda er það góð leið til að vekja athygli á hestunum og okkur hestamönnum. Ætlunin er að allir séu í lopapeysum í ár en skráning og utanumhald verður auglýst nánar eftir helgi.

Á föstudeginum 4. apríl verða opin hús hjá hestamannafélögunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu frá kl. 17:00 – 19:00. Þá verður Reykvíkingum og fleirum boðið að kíkja við hjá okkur og þiggja veitingar, teymt verður undir börnum og kíkt í hesthús. Gaman væri ef einhverjir geta séð sér fært að taka á móti gestum og sína þeim inn í hesthúsin sín og hestana. Þau hesthús yrðu merkt og sérstaklega en gott væri ef þau eru nálægt félagsheimlinu því stefnt er að þar verði kjötsúpa á boðstólum.

Á fimmtudagskvöldið er glæsileg opnunarhátíð í Hörpunni (sjá nánar aðra auglýsingu) og hvetjum við alla til að mæta.