Hestamannafélagið Fákur leitar að rekstraraðila fyrir veislusali í eigu Fáks, bæði veislusalinn Reiðhöllinni í Víðidal og félagsheimili Fáks, annað hvort annan salinn eða báða. Fyrirhugað er að bjóða salina til fastrar útleigu til veislu- og veitingareksturs. Veislusalirnir hafa undanfarin ár verið í útleigu fyrir ýmsa viðburði s.s. afmæli, fermingar, brúðkaup, starfsmannaveislur, erfidrykkjur osfrv. Jafnframt þyrfti viðkomandi aðili að þjónusta við ýmsa viðburði sem eru á vegum Fáks s.s. skemmtikvöld, mót, sýningar osfrv. á fyrirfram ákveðnum dagssetningum.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu fakur@fakur.is