Minnum alla á Grímutöltið á morgun, laugardaginn 14. feb. (Ekki sunnudag 14. feb. eins og stendur í dreifðri dagskrá)

Mótið hefst kl 13:00 og er skráning í anddyri TM-Reiðhallarinnar frá kl.12:00 – 12:30. Skráningagjöld eru kr. 1.000 og frítt fyrir polla og börn.

Flokkar eru eftirfarandi, og riðið í þessari röð og úrslit eftir forkeppni í hverjum flokki fyrir sig (nema í pollaflokk en þar er verðlaunað strax og allir fá verðlaun). Teymdir pollar, ríðandi pollar, börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir.

Laugardaginn 21. febrúar verða svo fyrstu Vetrarleikar Fáks og verður dagskrá auglýst nánar í næstu viku.”