Þeir sem hafa verið á Barnareiðnámskeiðinu hjá Önnu Laugu í vetur ætla að slútta vetrinum með góðum grill reiðtúr í Rauðavatnsskóg. Allir sem hafa verið á námskeiðunum í vetur eru velkomnir og er ætlunin að hittast við Reiðhöllina kl. 18:00 þriðjudaginn 2. júní. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að koma með þeim sem gætu þurft stuðning á leiðinni. Allir velkomnir bæði börn og foreldrar. Ef spurningar vakna þá hringja í Önnu Laugu í síma 891-8757