Það verður grillað og tjúttað með Eurovision á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks á laugardagskvöldið. Í veislusalnum hefst alsherjar grillveisla kl. 18:00 og mun Silli kokkur og hans lið grilla lambakjöt í gríð og erg. Einnig verður boðið upp á hvítt, rautt og gullna vökva. Á slaginu sjö verður síðan Eurovision varpað upp á breiðtjaldinu svo það missir enginn af herlegheitunum.

Allir að mæta og hafa gaman saman í vorstemmningu með grillmat á disknum, Eurovision á tjaldinu og flotta hesta í brautinni.

Sól í hjarta og sól í sinni í Víðidalnum 🙂