Fljótlega fara að hefjast framkvæmdir við göngubrú yfir Breiðholtsbraut og munu þær framkvæmdir skera í sundur reiðleiðina upp að Rauðavatni. Næstu mánuði verður því sett hjáleið (merkt rauð á korti) þannig að við komust upp að Rauðavatni og nágrenni. Hjáleiðin verður merkt sérstaklega um leið og framkvæmdir hefjast.

Við beinum því til hestamanna að fara varlega á þessum kafla því það verða þungavinnuvélar á svæðinu eða velja aðrar reiðleiðir ef hægt er á meðan á framkvæmdum stendur.