Nú verðum við að standa saman því Íslandsmót er handan við hornið. Í næstu viku ætlum við að halda saman flott Íslandsmót en til að það takist þá þurfum við að hjálpast að. Þeir sem geta unnið á mótinu við ýmis störf eru vinsamlega beðnir að skrá sig á sjálfboðalistann með því að smella hér.

Einnig þurfum við að klára svæðið okkar og ætlum við að hittast á mánudaginn milli 17:00 – 19:00 og henda upp fánum ofl. Síðan grillum við á eftir fyrir okkar jákvæðu sjálfboðaliða. Allar hendur vel þegnar.