Gámadagur eru alltaf fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og er því gámadagur þriðjudaginn 4. mars. Þau nýmæli verða tekin upp að allir sem henda í gámana verða að vera skuldlausir félagsmenn (búnir að greiða árgjaldið 2013). Í apríl verður svo nýr listi þannig að allir sem ætla að henda rusli þá verða að vera búnir að greiða árgjaldið 2014.

Fákur býður félagsmönnum upp á góða þjónustu m.a. með þessu gámadögum einu sinni í mánuði. Borga þarf töluvert fyrir gámana og þess vegna finnst okkur eðlilegt að þessi þjónusta sé BARA fyrir félagsmenn. Ekki er hægt að henda rusli fyrir einhvern annan svo þeir sem koma með rusl verða að vera skuldlausir félagsmenn um áramótin.

Allir þekkja síðan reglurnar með flokkunina og þökkum við fyrir það hversu vel menn ganga orðið um gámana og svæðið.