Í kvöld, þriðjudagskvöldið, 29. apríl, munu frambjóðendur í borgarstjórnarkosningum heimsækja okkur Fáksmenn og ræða framtíð hestamennskunnar í Reykjavík. Nú er tækifæri okkar hestamanna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og opna augu þeirra sem munu ráða í Borginni fyrir því að hestamennskan er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin og við þurfum stuðning eins og aðrar íþróttagreinar.
Með því að mæta vel á fundinn (sem verður stuttur) sínum við þeim að það þarf að taka tillit til okkar og þá eru meiri líkur er að við náum árangri með svæðið okkar í framtíðinni. Það er alveg ljóst að ef við gerum ekkert fáum við ekkert svo sem flestir verða að mæta og hafa áhrif á verðandi borgarstjórnarmenn.
Umræðuefni eru meðal annars, skipulag svæðisins, reiðvegir, nýliðun, hestamennskan sem íþrótt og tómstundargaman, reiðhöllin, lýsing á reiðvegum og hestamennskan almennt í höfuðborginni.
Fundarstjóri er Sigurbjörn Bárðarson.
Félagsheimili Fáks kl. 20:00
Stjórn Fáks hvetur alla Fáksmenn og áhugamenn um hestamennsku til að fjölmenna og taka þátt í umræðum ásamt því að njóta góðra veitinga. Nú þurfum við Fáksmenn að standa saman, oft er þörf en nú er nauðsyn – Allir að mæta.
Með kveðju Stjórn Fáks.