Kæru keppendur og aðstandendur.

Vegna WR Reykjavíkurmeistaramóts Fáks sem haldið verður dagana 5. – 10. naí nk. er vert að hafa eftirfarandi í huga.

Þetta er World Ranking mót þar sem farið er eftir reglum FIPO og hvet ég ykkur til þess að skoða þær.
http://www.hidi.is/uploads/5/0/6/7/5067893/lh_lg_og_reglur_mars_2013_1_23.04.2013.pdf

Svo er hér samantekt á breytingum á keppnisreglum sem taka gildi 2015:
http://www.hidi.is/uploads/5/0/6/7/5067893/lagabreytingar2015.pdf

Hér er dómaraleiðarinn og gott að kynna sér hann vel:
http://www.hidi.is/uploads/5/0/6/7/5067893/iceguidelines2014.pdf

Nokkur mikilvæg atriði:

Búnaður: Í stuttu máli – hnakkar og reiðtygi skulu henta íslenskum hestum.
Hlífar að hámarki 250 gr.
Pískur að hámarki 120 cm
Svo er margt bannað s.s. hálfsstangir, íslenskar stangir með tunguboga (bogi sem er hærri en 0,5 cm), enskur múll með skáreim með stöngum og vogaraflsmélum o.fl.

Best er að skoða þennan bannlista en þar er þetta skýrt mjög vel:
http://www.hidi.is/uploads/5/0/6/7/5067893/bannlisti_mars2015_%C3%ADslenska.pdf

Reglurnar gilda á öllu mótssvæðinu og allan tímann á meðan mótinu stendur.

Fótaskoðun: Við biðjum knapa um að tilkynna sig í fótaskoðun fyrir keppni og þar mun vera hægt að fá ráðgjöf um löglegan útbúnað. 25 % knapa þurfa síðan að mæta í fótaskoðun strax eftir að keppni lýkur. Þeir knapar sem að lenda í því úrtaki fá vitneskju um það frá þuli áður en þeir yfirgefa völlinn.

Ef að einhver óvissa skapast varðandi reglur verð ég í reiðhöllinni til viðtals frá 16:00 – 16:30 á þriðjudeginum. Þá eru knapar velkomnir að koma með búnað og eða annað sem að þeir vilja láta skoða sérstaklega. Fótaskoðun mun einnig reyna að vera leiðbeinandi varðandi þessi mál á meðan mótinu stendur.

Bestu kveðjur og hlakka til að njóta mótsins með ykkur.
Kveðja Sigríður Pjetursdóttir, yfirdómari