Firmakeppni Fáks 

Sumardaginn fyrsta 24. apríl

Eins og hefð er fyrir fer firmakeppni Fáks fram sumardaginn fyrsta sem er fimmtudaginn 24. apríl. Mótið er ekki ólíkt vetrarleikunum okkar nema í firmakeppninni er heimilt að að ríða hvaða gangtegund sem er fyrir utan fet

Upplagt tækifæri til að keppa og sýna sig og sjá aðra.

Skráning er frí og opið fyrir alla sem langar til að spreyta sig óháð hestamannafélagi.  Fjölbreyttir flokkar en ef ekki fæst næg þátttaka áskilur mótanefnd sér þann rétt að sameina flokka.

Hægt verður að skrá sig í skjal hér að neðan eða koma upp í reiðhöll milli 11 og 12 á fimmtudaginn en kveikt verður í grillinu í tilefni upphaf sumars og boðið upp á pylsur meðan á skráningu stendur.  

Stofnaður verður viðburður á Facebook þar sem hægt verður að fylgjast með ráslistum þegar þeir birtast. 

Mótið hefst klukkan 12:30 þar sem pollar og börn munu keppa inni í Lýsisreiðhöllinni. Eftir að pollar og börn hafa lokið keppni munum við færa okkur niður á kynbótavöll og halda mótinu áfram þar.  

Við hvetjum knapa til að mæta í sínu fínasta pússi á mótið. Þeir knapar sem keppa í félagsbúningi Fáks eiga kost á því að verða valið glæsilegasta par mótsins.

Boðið er upp á eftirfarandi flokka og í þessari röð:

Pollar – teymdir

Pollar – ríðandi

Börn – Minna vön 

Börn – Meira vön 

Unglingar 

Ungmenni

Karlar 2 (minna keppnisvanir) 

Konur 2 (minna keppnisvanar) 

Heldri menn og konur (55 ára +)

Karlar 1 (meira keppnisvanir) 

Konur 1 (meira keppnisvanar) 

https://docs.google.com/forms/d/1WSQsHWFigU07pZzBRISzj1n_Hibu2Hh-Py_3kNAMHHA/edit