Fákur hefur látið gera félagsskírteini fyrir félagsmenn sína. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þeir sem greiddu félagsgjald fyrir
síðasta ár fá send félagsskírteini með greiðsluseðli félagsgjalda fyrir 2015. Nýjir félagsmenn fá svo send skírteini við greiðslu félagsgjalda 2015.

Með þessu framtaki vill Fákur efla félagsandann, hvetja hestamenn á svæðinu til að greiða félagsgjöld, koma á hagræði en félagsmenn geta framvísað skírteini við veitta þjónustu Fáks, s.s. á gámadögum eða við skráningu á innanfélagsmót osfrv. Stefnt er að því að fá fyrirtæki til að veita félagsmönnum afslætti við framvísun skírteinis. Þeir sem vilja leggja okkur lið í öflun afslátta geta sent póst á netfangið,  fakur@fakur.is. Hvetjum alla Fáksmenn í rekstri að taka þátt og veita Fáksfélögum afslætti af vörum eða þjónustu.