Búið er að opna fyrir skráningar í félagshesthús Fáks veturinn 2018 – 2019

Fákur býður ungum félagsmönnum sérstaka aðstoð og aðstöðu til að stunda sína hestamennsku í vetur. Plássin eru ætluð 10 – 18 ára (þessi aldur gengur fyrir en ungmenni upp að 21 árs geta sótt um) og eru plássin á verulega niðurgreiddu verði. Hópurinn tekur virkan þátt í umhirðu og öllu því sem fellur til í húsinu!

Karen Woodrow, reiðkennari, hefur yfirumsjón með starfinu og verður hópnum til halds og trausts í vetur.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér.