Þessi blessaður ís hefur verið að gera útreiðarfólki lífið leitt síðustu vikurnar. Búið er að reyna að merja ísinn og salta hann en þar sem tíðarfar er heldur risjótt þá dugar það í skamman tíma og þar sem þetta er töluvert kostnaðarsamt, en kostnaður hleypur á hundruðum þúsunda er blóðugt að fara í einhverjar aðgerðir sem duga kannski bara út daginn.
Það er útlit fyrir töluverða snjókomu á fimmtudaginn svo það verður ekkert gert núna fyrir reiðvegina. Ætlunin var að skoða söndum helstu reiðleiðum en þar sem það kostar um 200 þús. og dugar kannski ekki nema í sólarhring þá hefur verið ákveðið að bíða með það og sjá hvað gerist á fimmtudaginn og hvernig aðstæður verða eftir hann.

Þeir sem ríða út eru beðnir að fara varlega, bæði er hált og svo er kominn aðeins holklaki og geta hestar misstigið sig svo það er gott að fara varlega á meðan mesti ísinn er.