Lið Fáks varð fyrstu “Stable-quiz meistararnir í Harðarbóli en það er stórskemmtileg spurningakeppni sem Hörður hefur haldið þar sem lið frá hestamannafélögunum koma og keppna. Fáksarar sigruðu með glæsibrag lið Harðar í úrslitum síðasta fimmtudagskvöld. Lið Fáks í úrslitunum skipuðu Hilmar Guðmannsson, Logi Laxdal og Kristinn Bjarni Þorvaldsson sem kom inn fyrir Sögu Steinþórsdóttur sem var í undankeppninni en gat ekki tekið þátt í úrslitaeinvíginu. Það eina sem hefði mátt vera betra er stuðningsliðið en það hefði mátt vera fjölmennara. Það er ekki spurning um að þessi spurningakeppni er komin til að vera enda stórskemmtileg og mikið hlegið. Takk Hörður fyrir framtakið og enn og aftur til hamingju með sigurinn Fáksarar.