Að venju tóku Fáksmenn sig til og hreinsuðu Elliðaárdalinn og Almannadalinn hátt og lágt fyrir sumardaginn fyrsta á sínum árlega hreinsunardegi. Fylltum við þrjá gáma af rusli og drasli sem var á víð og dreif um dalinna og safnast hefur upp í vetur. Tæplega 200 hressir Fáksverjar á öllum aldri hreinsuðu dalinn frá Breiðholtsbraut og niður að brú, sem og einnig í nýja hesthúshverfinu upp í Almannadal. Mikið magn af rusli fýkur í og um dalinna og festist í gróðri og dældum. Það er nauðsynlegt að hreinsa þetta rusl og erum við Fáksmenn með gámadag einu sinni í mánuði fyrir rúllubaggaplast og annan úrgang og síðan stóran hreinsunardag fyrir sumardaginn fyrsta þar sem nærumhverfi er gengið og hreinsað hátt og lágt. Eftir hreinsunina var boðið upp á grillaða hamborgarar, pylsur og gos í Guðmundarstofu. Það voru því kátir félagsmenn sem lögðu leið sína í Guðmundarstofu eftir vel heppnaða sjálfboðavinnu, því margar hendur vinna létt verk J

?

?

?

?

?

?