Á þessum tíma eiga knapar að vera það vel upplýstir að þeir noti endurskinsmerki. Það er eiginlega lífsnauðsynlegt að nota einhver endurskinsmerki þegar úti er myrkur og jafnvel vont veður svo bæði bílstjórar og knapar sjá illa til. Knapar sem nota endurskinsmerki sjást allt að fimm sinnum fyrr en þeir sem nota ekki endurskinsmerki. Lítið mál er að setja endurskinsmerki á fatnað eða hrossviðbót en getur verið stór ef á reynir. Eitt banaslys hefur orðið í hestamennsku þar sem endurskin gæti hafa bjargað.

Vertu vel upplýstur og láttu ljós þitt skína í vetur – notaðu endurskinsmerki.