Fimmtudaginn 24 april (sumardaginn fyrsta) kl: 15:00-17.00 í veislusal Fáks verður haldið bæði sitjandi og standandi BINGO fyrir alla Fáksara, unga sem aldna. Félagar úr öðrum hestamannafélögum eru einnig velkomnir.
Bingóið er hluti af fjáröflunarstarfi æskulýðsdeildar Fáks og kostar spjaldið 1000kr á hvern haus og verða veglegir vinningar í boði.
Sjoppan verður opin með veitingum.
Húsið opnar kl:14:40 og BINGO- ið byrjar kl: 15:00.
Hlökkum til að sjá ykkur á sumardaginn fyrsta í Bingostuði.
Æskulýðsnefnd Fáks