Að gefnu tilefni ber að árétta það að beitarhólf eru bönnuð á svæðinu. Þetta eru reglur sem allir verða að hlýða og þær girðingar sem verða settar upp verða teknar upp og við endurtekin brot fást verður þeim fargað. Heimilt er að beita hesti ef haldið er í hann en ekki sleppa hestum lausum með taum á beit eins og aðeins hefur borið á undanfarna daga. Því miður býður svæðið ekki upp á beit og ber að virða það.

Það eru tvö sjúkrahólf við Dýraspítalann og með leyfi dýralækna má setja slasaða/veika hesta þar en annars eru öll hólf bönnuð á svæðinu (skipun frá Reykjavíkurborg).