Síðastliðinn mánudag, þann 10. nóvember, kom hópur af krökkum frá hestamannafélaginu Herði í heimsókn til krakkanna í hestaíþróttaklúbbnum Fákar og Fjör. Arna Ýr Guðnadóttir hélt fyrirlestur fyrir krakkana um „samleið hennar og Þróttar alla leið á heimsmeistaramót“. Fyrirlesturinn fjallaði fyrst og fremst um samband hests og knapa, og hvernig samleið þeirra þróaðist frá því að hún fyrst eignaðist Þrótt þriggja vetra gamlan og þangað til að hún keppti á honum á heimsmeistaramóti í Berlín 2013. Hún lagði áherslu að veita krökkunum innsýn í markmiðasetningu, skipulag og ástundun ásamt mikilvægi þess að þykja vænt um hestinn sinn. Örnu Ýri tókst svo sannarlega að vekja áhuga krakkanna og fékk hún ótalmargar spurningar. Kvöldið endaði svo með kökuhlaðborði sem krakkarnir í Fáki stóðu fyrir 🙂

Við þökkum fyrir skemmtilegt kvöld og hvetjum alla til að taka sér tileinka sér hugarfar Örnu Ýrar gagnvart þjálfun og hestinum sínum.

IMG_5425 IMG_5419