Árleg vorferð ungra fáksara (börn,unglingar og ungmenni) verður miðvikudaginn 28. maí. Förinni er heitið í Ölfusið að heimsækja hesta fjölskylduna á Grænhól/Auðsholtshjáleigu en þar er frábær aðstaða til tamninga þjálfunar og þau eiga sér langa og afar farsæla sögu í hrossarækt.

Heimasæturnar á bænum og tamningarstelpurnar þær Þórdís Erla og Svala Björk ætla að taka vel á móti okkur og sýna okkur aðstöðuna.
Lagt verður af stað með rútu frá reiðhöllinni í Fáki kl.16:00 og er áætluð heimkoma í kringum kl.19:30.
Eftir það verður boðið upp á pizzu fyrir hópinn og stuð.

Mikilvægt er að skrá sig á viðburðinn til að áætla fjöldann. ATH Skráningu lýkur á þriðjudaginn kl.15.00
Hér að neðan er linkur á skráninguna.

https://forms.gle/3HWdKwQReKCNhYMTA