Nú er búið að taka kerrustæðið í notkun. Fyrst um sinn verða ekki númeruð stæði eins og til stóð en ALLIR verða að fara með kerruna sína á kerrustæðið og geyma hana þar. Kaupa þarf leyfi og fá þá menn miða sem þeir líma á númeraplötuna á kerrunni sinni.Hægt er að leggja inn á 0535-26-1922 kt. 520169-2969, eða koma við á skrifstofunni og greiða með korti eða peningum. Árgjaldið er kr. 5.000.-

Eftir 15. des. verður ekki heimilt að geyma kerrur annar staðar á svæðinu nema á kerrustæðinu. Kerrur annar staðar verða fjarlægðar á kostnað eigenda.

Að hafa kerrustæðið þarna er gert til að gera hesthúshverfið okkar betra og öruggara svo þetta er allra hagur 🙂