Fákur var heiðraður á síðasta landsþingi af LH fyrir öflugt æskulýðsstarf.  Ásta Björnsdóttir formaður æskulýðsnefndar tók við bikarnum og munum við varðveita þennan flotta bikar í eitt ár. Æskulýðsnefnd Fáks hefur verið mjög öflug undanfarin ár og boðið upp á fjölbreytt starf fyrir börn, unglinga og ungmenni. Við hvetjum ykkur til að lesa ársskýrsluna þeirra sem er hér meðfylgjandi (smella á sjá slóð ). Einnig vantar okkur nokkra áhugasama sem vilja taka þátt í skemmtilegu starfi í æskulýðsnefnd í vetur. Það er mjög gefandi og skemmtilegt að vinna með þessum hóp sem fyrir er og krökkunum sjálfum. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega hafið samband við Jón Finn í síma 898-8445.

Ársskýrsla Æskulýðsnefndar Fáks 2014