Aðventuferð Fákskvenna verður farin laugardaginn 25. nóvember n.k. að Völlum við Hvolsvöll.

Lagt verður af stað frá TM Reiðhöllinni klukkan 10:00 með rútu. Stefnt er að því að vera komnar aftur til Reykjavíkur milli 16 og 17. Miðaverð er 5.500 krónur inn í því er rútan, íslensk kjötsúpa og fleira góðgæti.

Kvennadeildin lofar skemmtilegri ferð, hestasýning verður í reiðhöllinni á Völlum og fleira skemmtilegt sem Arndís og hennar fólk ætla að bjóða upp á. Endilega skráið ykkur sem fyrst en frekari upplýsingar og skráning fer fram í gegnum viðburð kvennadeildar á facebook síðunni “Fákskonur” 🤗