Haustið 2011 verður aðgangskerfi tekið í notkun í Reiðhöllinni í Víðidal. Þá munu aðeins skuldlausir félagsmenn í Fáki geta nýtt sér aðstöðuna í reiðhöllinni. Þeir sem ætla að nýta sér Reiðhöllina árið 2013 þurfa að greiða 2.000 kr. svo lykillinn verði virkur. Hægt er að leggja inn á 0535-26-1955 kt. 420197-2099 og þá er lykillinn virkjaður eða borga á skrifstofunni.

Eftirfarandi reglur og punktar gilda um aðgangskerfið og eru félagsmenn vinsamlegast beðnir um að kynna sér þá vel.

Allir skuldlausir félagsmenn í Fáki fá afhentan aðgangslykil að reiðhöllinni(borga aðgangaslykilinn). Lykilinn má sá einn nota sem skráður er fyrir honum og er hann jafnframt ábyrgur fyrir notkun hans. Verði eigandi lykils uppvís að misnotkun hans, verður lykillinn gerður óvirkur. Ef um ítrekuð brot á reglum þessum er að ræða, mun stjórn Fáks taka ákvörðun um hvað skuli til bragðs taka. Verði eigandi lykils fyrir því óhappi að týna aðgangslykli, skal hann strax hafa samband við skrifstofu Fáks og tilkynna það. Síðan getur hann fengið nýjan lykil gegn 1000 króna greiðslu.
Hinn skuldlausi félagsmaður í Fáki hefur aðgang að höllinni alla virka daga milli kl. 14:00 og 22:00 og um helgar milli kl. 13:00 og 17:00 nema annað sé auglýst. Korthafar í Fáki hafa aðgang að höllinni frá kl. 9:00 virka daga. Athugið að nauðsynlegt getur reynst að loka reiðhöllinni á almennum opnunartíma og munu þá ljósin í glugga reiðhallarinnar gefa það til kynna sem fyrr.