Aðalfundur Fáks verður haldinn miðvikudagskvöldið 9. mars nk. og hefst hann kl. 20:00 í félagsheimili Fáks. Að venju eru hefðbundin aðalfundarstörf. Það eru tveir stjórnarmenn sem gefa ekki kost á sér áfram og samkvæmt lögum félagsins þá rann út umsóknarfrestur til að sækjast eftir stjórnarsetu í síðustu viku. Það komu tvær umsóknir frá þeim Heiðrúnu Sigurðardóttur og Maríönnu Gunnarsdóttur.
Á fundinum verður einnig erindi um Landsmót hestamanna 2018 en það er hafið í undirbúningi.

Við hvetjum alla til að mæta og hafa áhrif á félagsstarfið hjá okkur.