Aðalfundur Fáks fór fram miðvikudaginn 5. apríl s.l. Á fundinum var Kristrún Ágústsdóttir kosin nýr gjaldkeri félagsins en Hrefna Karlsdóttir fráfarandi gjaldkeri félagsins gaf ekki kost á sér áfram. Jafnframt voru þau Sigurlaug Anna Auðnsdóttir og Svafar Magnússon kosin ný inn í stjórn í stað þeirra Hrefnu Maríu Ómarsdóttur og Þorvarðar Helgasonar sem gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Um leið og Hjörtur Bergstað, formaður félagsins, þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum fyrir vel unnin störf í þágu félagsins var Þorvarði Helgasyni, fráfarandi varaformanni félagsins, færð lítlisháttar gjöf með þökk fyrir framlag hans til félagsins, en hann var að láta af starfi eftir um 15 ára setu í stjórn félagsins en eins og hann sagði sjálfur þá hefur hann ekki talið árin sjálfur og er það til marks um það hversu gaman hefur verið að starfa fyrir félagið.

Fákur vill nota tækifærið og þakka stjórnarmönnum fyrir vel unnin störf í þágu félagsins í gegnum tíðina og bjóða nýja stórnarmenn velkomna til starfa í þau fjölbreyttu og skemmtilegu verkefni sem bíða stjórnar næstu ár 🙂