Aðalfundur Hestamannafélagsins Fáks verður haldinn miðvikudagskvöldið 9. mars nk. Að venju verður fundurinn haldinn í félagsheimili Fáks og  hefst hann kl. 20:00.

Kosningar og hefðbundin aðalfundarstörf.

Hvetjum alla til að mæta, léttar veitingar í boði og gott tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri og hafa áhrif á félagsstarfið í Fáki, því sameinuð stefnum við að sama markmiðið sem er að allir fái að njóta  sín í sinni hestamennsku.

Ennþá er frestur til að bjóða sig fram í stjórn Fáks en ekki ætla allir stjórnarmenn að gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Stjórn Fáks