Á uppskeruhátíð Fáks eru afreksknapar heiðraðir og valinn knapi Fáks ár hvert. Margir Fáksmenn stóðu sig vel á árinu og voru í fremstu röð á flestum opnum mótum ársins. Í ár varð Sigurbjörn Bárðason valinn knapi Fáks. Hann státar af miklum og góðum keppnisárangri og var hann m.a. Reykjavíkurmeistari í gæðingaskeiði og 250 m skeiði. Íslandsmeistari í 150 m skeiði og 250 m skeiði og í öðru sæti í töltinu. Sigraði 150 m og 250 m skeið á gæðingamóti Fáks, annar í A-flokki gæðinga og sigurvegari A-flokks gæðinga á Metamótinu. Sigraði 150 m skeið á gullmótinu og í úrslitnum í tölti og annar í 250 m skeiði.

Einnig voru Reykjavíkurmeistarar heiðraðir og hér eru þeir eða aðstandendur þeirra

Einnig voru Reykjavíkurmeistarar heiðraðir og hér eru þeir eða aðstandendur þeirra

Afreksknapar Fáks, Árni Björn, Hinni, Siggi, Valdimar, Diddi og Viðar

Afreksknapar Fáks, Árni Björn, Hinni, Siggi, Valdimar, Diddi og Viðar

Aðrir knapar sem voru heiðraðir fyrir afrek á keppnisvellinum voru
Árni Björn Pálsson
Hinrik Bragason
Sigurður Vignir Matthíasson
Valdimar Bergstað
Viðar Ingólfsson