Hestaleigan Laxnesi í samstarfi við Dýralækninn í Mosfellsbæ, ætlar að endurvekja þolreið í tenglsum við Landsmótið þann 30. júní 2018. Farið verður úr Mosfellsbæ í Víðidal, ca. 15 km reið. Þessi leið er ekki erfið fyrir hross í sæmilegri þjálfun. Þetta er hrikalega skemmtileg keppni sem allir hestamenn eldri en 16 ára geta tekið þátt í. Hrossin eru skoðuð af dýralækni bæði við upphaf og endi reiðarinnar.
Skráning fyrir 28. júní 2018 á dyralaeknirinn@dyralaeknirinn.is, (nafn og sími + nafn og aldur hests), einnig er hægt að hringja í 660 0633.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir 1. sætið en það eru flugmiðar fyrir tvo á Heimsmeistaramótið í Berlín 2019.
Tilgangur þolreiðarinnar er fyrst og fremst að hefja aftur til vegs virðingar hið forna aðalsmerki íslenska hestins þ.e. þol og harðfylgi. Þá er tilgangurinn sá, að auka áhuga hestamanna á þoli og þreki eigin hesta.