Sumarferð Fáks liggur að stærstum hluta um hið vinsæla Fjallabak, svæðið umhverfis Heklu, Tindfjallajökul og Torfajökul, svæðið sem hestamenn fá aldrei leið á.  Lagt verður af stað með rekstur fimmtudaginn 24. júlí í 7 daga hestaferð. Ferðin hefst og endar á Gunnarsholti. Þeir sem hafa áhuga á að bæta 2 dögum við og ríða með okkur í Landeyjarnar er það velkomið. Kokkur og trúss fylgir með. Aðeins tvö pláss eru laus í þessa frábæru ferð. Gott er að vera með 4-5 hesta á mann.
Nánari upplýsingar eru í síma 692-7986 Svandís eða hestaborg@hestaborg.is