Síðasti Æskulýðsreiðtúrinn okkar að þessu sinni verður fimmtudaginn 30.maí og lagt verður af stað frá Reiðhöllinni kl. 18:00. Eftir reiðtúrinn er ætlunin að borða Pizzur í Reiðhöllinni og spá í framhaldið hjá okkar glæsilegu ungu hestamönnum t.d. ætlum við í hestaferð eða á Æskulýðsmót á Skógarhólum….? Hverjir ætla að fara á Íslandsmót (hesthús þar og aðstaða, fleiri saman í kerrur osfrv.) hvað ætlum við að gera í haust … og margt fleira. Endilega komið með hugmyndir fyrir æskulýðsnefndina svo starfið verði fjölbreytt og öflugt.
Allir foreldra velkomnir bæði í reiðtúrinn og/eða í veislusal Reiðhallarinnar á eftir. Pizzurnar verða í boði og kostar því ekkert inn 🙂
Vonumst til þess að sjá sem flesta!
Æskulýðsnefnd Fáks