Eins og líklega hefur ekki farið framhjá neinum þá verður Landsmót á svæðinu okkar í sumar, 1. – 8. júlí. Því biðlum við til hesthúseigenda á Fákssvæðinu að taka vel á móti keppendum, því eins og gefur að skilja þarf að hýsa þarf öll keppnishross sem koma á mótið.

Sami háttur verður hafður á og var hér 2012 en þá hafði Fákur milligöngu um leigu fyrir þá sem vildu. Fákur leigir húsin af eigendum og áframleigir þau til keppenda fyrir fast verð. Leigutími er 26.júní til 9.júli og er leiguverðið kr. 15.000,- á stíu, gerður verður skriflegur samningur við báða aðila. Keppendur sjá um hey og spæni, sem verður hægt að kaupa á svæðinu á meðan á mótinu stendur.

Þeir sem vilja leigja sín hús og láta okkur sjá um milligöngu eru beðnir um að hafa samband við Helgu B. Helgadóttur í netfangið helgabjhelga@gmail.com, í einkaskilaboðum á facebook eða í síma 820 2313.