Við bjóðum nýja félagsmenn velkomna í Hestamannafélagið Fák.

Til að gerast félagi sendu okkur tölvupóst með upplýsingum um nýjan félagsmann; nafn, kennitölu og heimilsfang á netfangið fakur[hjá]fakur.is

Árgjald 2022

Fullorðnir (22-69 ára): 16.500 kr
Ungmenni (18-21 árs): 5.000 kr
Undir 18 ára aldri: frítt

Hvað gerir hestamannafélagið Fákur fyrir þig?

  • Félagið hefur byggt upp myndarlegt reiðvegakerfi í samstarfi við Reykjavíkurborg.
  • Félagið heldur úti öflugri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn og hesthúsaeigendur á svæðinu.
  • Félagið heldur úti öflugu félagsstarfi fyrir alla aldurshópa félagsmanna. Sem dæmi má nefna að:
    • Félagið rekur félagshesthús fyrir börn og unglinga sem eru að taka sín fyrstu skref í hestamennsku.
    • Félagið heldur úti öflugu æskulýðsstarfi.
    • Félagið skipuleggur námskeiðahald og fræðslustarf.
    • Félagið skipuleggur sameiginlega reiðtúra félagsmanna.
    • Félagið skipuleggur viðburði fyrir heldri Fáksfélaga.
    • Félagið skipuleggur fjölmarga viðburði, litla og stóra, fyrir félagsmenn og má þar m.a. nefna Herra- og Kvennakvöld Fáks, Þorrablót og miðnæturreið í Gjárétt.
  • Félagið þjónustar og viðheldur þeim mannvirkjum sem félagið hefur byggt upp, t.a.m. TM-Reiðhöllina, keppnisvelli í Almannadal og Víðidal, félagsheimili Fáks og félagshesthúsið.
  • Félagið mokar reiðvegi á athafnasvæði Fáks til að gera félagsmönnum það léttara að stunda útreiðar yfir snjóþyngstu mánuðina.

Forsendurnar fyrir öllu því sem upp er talið hér að ofan, án þess að listinn sé tæmandi, er að þeir sem stunda hestamennsku sína á félagssvæði Fáks greiði félagsgjöld sín til félagsins.