Fréttir

Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

1/1 – Kjarnakonur – Slaufur 2019

15 March @ 18:0020:00

|Recurring Event (See all)

An event every week that begins at 18:00 on Friday, repeating until 22/03/2019

Kjarnakonur í Fáki

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna. Kjarnakonur í Fáki ætla að vera með töltslaufuæfingar í vetur í reiðhöllinni á föstudögum kl. 18:00 – 18:50 fram í lok mars. Í töltslaufunum sameinum við samveru, samvinnu og félagsskap skemmtilegra kvenna, samhæfingu og samspil á milli hesta og knapa ásamt hlýðniþjálfun og nákvæmri reiðmennsku. Töltslaufurnar hafa vakið mikla lukku á meðal fákskvenna og myndast skemmtilegur vinskapur. Þar að auki hafa æfingarnar haft góð áhrif á þjálfun hestanna.

Æfingar fara fram kl. 18:00 – 18:50 á föstudögum fram í lok mars. Að auki má búast við aukagönguæfingum til að byrja með í janúar.

Fyrsta gönguæfingin verður föstudaginn 11. janúar. Fyrsta verklega æfingin verður svo föstudaginn 18. janúar.

Verð: 37.500,-

**Það er mikilvægt að þær konur sem hafa áhuga á að taka þátt skuldbindi sig í verkefnið og mæti markvisst á æfingar. Hestakostur skiptir máli, en hann þarf að vera traustur og öruggur, spennulaus, óhræddur við hljóð og önnur áreiti. Samvinna, gleði og afrakstur eru svo markmið sem við munum upplifa saman í þessari vegferð 😀

Við hlökkum mikið til að hefja starfið,

kveðjur, Sif og Karen.


Details

Date:
15 March
Time:
18:00 – 20:00

Event Category: